Shopify er heildstæð vefverslunar lausn sem gerir þér kleift að selja varninginn þinn. Þar getur þú flokkað vörurnar þínar, aðlagað búðina að þínum þörfum, tekið á móti greiðslum með kreditkorti, Netgíró og PayPal ásamt því að geta stillt svokallaðar “offline payments” t.d. millifærslu eða póstkröfu.

Lausnin innheldur;

  • Heilan helling af fríum þemum og ennþá fleiri sem kosta – svo allir geta fundið eitthvað sem hentar.
  • Öflugt lagerstöðukerfi – sem gerir þér kleift að einbeita þér að því sem þú gerir best án þess að þurfa að hafa áhyggjur af lager stöðunni þinni.
  • Faglegar fjárhagsskýrslur – til að halda bókaranum góðum
  • Rosalega öflugt smáforrita samfélag sem er stöðugt að þróa og gefa út smáforrit til að mæta þörfum flest allra

Allt á mjög einfaldan máta.

Ég hef mikla reynslu í uppsetningu, viðhaldi og rekstri á kerfinu og get leiðbeint þér í rétta átt. Allt eftir því hvað hentar þér og þínu fyrirtæki.